29. janúar 2011

Þæfðir músaskór

Ég ákvað að fjöldaframleiða músaskó á systkinabörnin mín... ég hafði séð músaskó á handverksmarkaði fyrir norðan og fannst þeir svo sætir. Svo datt mér í hug að prófa að gera svona til að hafa með í jólapakkana handa systkinabörnunum. Það var svolítið snúið að finna rétta stærð... en já þetta hafðist allt á endanum :)


Ég fann á netinu uppskrift af þæfðum inniskóm en þurfti auðvitað að aðlaga stærðirnar. Ég hafði þá alla slétta og svo prjónaði ég eyru með þvík að fitja upp á 3-5 lykkjur (eftir stærð) og prjónaði nokkrar umf. sl og br. og svo þræddi ég böndin upp og niður til að rykkja í boga og saumaði á skóna. Svo var þessu skellt í þvottavélina á 40°C. Augun og nefið voru svo saumuð í eftir á. Ég keypti "Sock stop" efni í Föndru sem ég málaði undir skóna svo að enginn myndi fljúga á hausinn. Ég elska þessa skó í ræmur enda á ég eina slíka sjálf sem ég fer varla úr :)


Garn: Álafosslopi
Prjónar: 6,0

1 comments:

Nafnlaus sagði...

Jiminn, þetta eru yndislegir skór!

Kv. Íris

Skrifa ummæli