27. mars 2011

Krókódílahekl - leiðbeiningar í myndum

Ég ákvað að útbúa leiðbeiningar fyrir ömmu mína sem er orðin svolítið gömul og gleymin. Hún var svo svakalega hrifin af sjalinu sem ég er að gera og vildi endilega læra þetta hjá mér. Ég var búin að sýna henni í tvö skipti hvernig átti að gera þetta og ákvað því að búa til leiðbeiningar með myndum svo að hún gæti líka haft það þegar ég er ekki hjá henni. Þar sem ég var hvort sem er að leggja vinnu í þetta fyrir ömmu þá ákvað ég að leyfa fleirum að njóta og vona að þetta hjálpi einhverjum :) Ég lærði þetta með því að skoða myndbönd en mér fannst vanta að einhver sýndi hvernig maður byrjar á að gera sjal. Þannig að ég ætla að sýna í myndum og texta hvernig ég geri þetta :)

Ef þið ætlið að hekla sjal úr þessu þá skiptir öllu að vera með fínt garn þar sem þetta er mjög þykkt :) Ég er sjálf að hekla sjal úr kunstgarni og nota 5,0 mm heklunál og myndi alls ekki vilja hafa það þykkara :)

Mynd 1

Mynd 1: Gerið 4 loftlykkjur (ll) en þrjár af þeim telst sem stuðull. Gerið stuðull (st) í næstu lykkju. Snúið við með 1 ll.


Mynd 2

Mynd 2: Gerið 5 st utan um stuðullinn og er það gert með því að slá bandinu upp á eins og alltaf þegar maður gerir stuðla en svo stingur maður undir og sækir bandið í staðinn fyrir að stinga ofan í. Laufin eru í rauninni hekluð undir þannig að rangan á stuðlunum í laufunum er á réttunni. Þetta er það sem virkar svo öfugt á mann þegar maður byrjar en svo er þetta ekkert mál þegar maður fattar þetta :)


Mynd 3

Mynd 3: Komnir 5 st utan um stuðulinn í byrjun. Gerið 1 ll og 5 st hinum meginn. Laufin eru sem sagt gerð þannig: 5 st, 1 ll, 5 st


Mynd 4

Mynd 4: Fyrsta laufið tilbúið og þá eru gerðar 3 ll og 1 st í sömu lykkjuna.


Mynd 5

Mynd 5: Svo eru gerðar 2 ll og 2 st ofan í stóra gatið, 2 ll, 2 st í endann.


Mynd 6

Mynd 6: Þá lítur þetta svona út... einskonar brú. Snúið við með 1 ll.


Mynd 7

Mynd 7: 5 st gerðir utan um stuðulinn í umferðinni á undan. Muna að fara alltaf undir. 1 ll.


Mynd 8

Mynd 8: 5 st utan um stuðul nr. 2 í umferðinni á undan.


Mynd 9

Mynd 9: Mér finnst gott að bretta upp á stykkið þegar ég er að hekla svona undir.


Mynd 10

Mynd 10: Komnir 5 st. Leggið laufið niður. Svo að þið sjáið hvernig þetta lítur út.


Mynd 11

Mynd 11: Hér sjáið þið laufið. Þá er að gera næsta lauf en þið gerið það ekki í miðjuna þar sem þið viljið láta laufin skarast en ekki vera ofan á hvort öðru. Þið hoppið sem sagt yfir þessa brú og farið í endabrúnna.


Mynd 12

Mynd 12: 5 st og 1 ll


Mynd 13

Mynd 13: Leggið laufið niður og gerið 5 st utan um endastuðullinn. 


Mynd 14

Mynd 14: Þegar komnir eru 5 st þá þarf að gera brúnna. Gerið 2 st (3 ll fyrsti st).


Mynd 15

Mynd 15: Brúin er gerð *2 st, 2 ll* endið á 2 st. Stuðlarnir eru gerðir í endana, ofan í stóru götin og líka á milli stuðlana sem ekki var heklað utan um í umferðinni á undan.


Mynd 16

Mynd 16: Hér eru brýrnar komnar... lítur nú reyndar frekar út sem stigi :) Snúið við með 1 ll. Því næst gerið þið laufin eins og sýnt er frá Mynd nr. 2 hér fyrir ofan.


Ég vona að þessar leiðbeiningar séu nógu lýsandi en endilega látið mig vita ef þetta er ekki nógu skýrt :)

--------------------------------------------------------------------------------------------------
Viðbót 15.01.12

Hér má svo sjá sjalið sem ég heklaði úr Kunstgarninu:
http://www.fondrari.blogspot.com/2011/04/krokodilasjali-mitt.html

Ég notaði fíngert garn og heklunál nr. 5 og sjalið mætti alls ekki vera þykkara fyrir minn smekk :)

Elífðarverkefni

Ætli það séu ekki margir sem eiga svona eilífðarverkefni... eitthvað verkefni sem er svo erfitt að klára að það liggur bara ofan í skúffu? Ég á eitt slíkt. Mér finnst það voðalega sætt þetta blómateppi. Þetta eru hekluð blóm og svo eru þau saumuð saman... og það er málið... það er svo hrikalega leiðinlegt að sauma það saman ;)

Vonandi klára ég þetta einhvern daginn... ég á reyndar von á frænda eða frænku í haust... og kannski drífur það mig áfram ef þetta verður frænka :)

Heklað blómateppi - eilífðarverkefni
 
Heklað blomateppi - nærmynd

Garn:  Trysil Garn Tuva Helårsgarn
Heklunál: 4 (gömul heklunál frá ömmu... finnst hún vera aðeins stærri en 4,0 mm)
Uppskrift: http://asp.internet.is/starengi114/Johanna/blomateppi.pdf

25. mars 2011

Lopapeysa handa Aþenu

Þá er ég búin að prjóna lopapeysu á Aþenu frænku mína og ég held að hún fái bara afmælisgjöfina óvenju snemma í ár :) Er svo byrjuð að prjóna annan Loka á þriðju systurina :)

Þetta er í fyrsta sinn sem ég prjóna úr tvöföldum plötulopa og notaði ég uppskriftina Lopi 120 sem hægt er að nálgast á heimasíðu Ístex. Ég reyndar breytti mynstrinu eins og svo margir en ég eyddi líka svolitlum tíma í að snúa uppskriftinni við og prjónaði ég þessa peysu ofan frá enda finnst mér það eina rétta leiðin við að prjóna lopapeysur... ekkert að lykkja undir höndunum eða neitt ;)





Garn: Tvöfaldur plötulopi og silfurlitaður kortaþráður
Prjónar: 5,5 og 6,5 mm,
Heklunál: 5,5 mm.
Uppskrift: http://www.istex.is/Files/Skra_0037638.pdf

12. mars 2011

Heklað utan um tölur (heklaðir hnappar)

Ég var að hekla ungbarnapeysu (sem kemur vonandi fljótlega inn á bloggið) og var í vandræðum því að ég átti engar fallegar bláar tölur sem mér fannst passa við peysuna. Ákvað ég því að prófa að hekla utan um tölurnar og eftir þrjár tilraunir þá var ég nokkuð sátt. Ætla að deila með ykkur þessari aðferð ef einhver annar lendir í töluvandræðum :)

Heklað utan um tölur

Garn: Kambgarn
Áhöld: heklunál: 2,5 mm, gróf javanál, tölur: 10 mm.

Myndið magic loop en gott er að hafa góðan enda ef sauma á töluna á með garninu. Gerið 2 loftlykkjur (telur sem fyrsti hálfstuðull) og 7 hálfstuðla utan um magic loop.

Heklað utan um tölur - leiðbeiningar í myndum

Samtals 8 hálfstuðlar. Strekkið bandið og tengið með keðjulykkju.


Heklið 2 fastalykkjur í hvern hálfstuðul og tengið með keðjulykkju (1 loftlykkja sem fyrsta fastalykkja). Samtals 16 fastalykkjur.


Þræðið upphafsbandið í gegnum gat á tölunni (passið að strekkja það vel til að loka gatinu í miðjunni)


Gerið keðjulykkju í ca. þriðju hverja fastalykkju. Þrýstið tölunni inn í.


Klippið frá en hafið góðan enda.


Notið javanálina og þræðið endunum yfir á milli lykkja til að loka sem mestu gatinu. 


Þá ætti talan að vera tilbúin til að verða saumuð á :)




Það er örugglega mun flottara að hafa annað hvort fínna garn og nál eða stærri tölur... en ég er amk sátt og finnst þetta bara mun flottara en venjulegar tölur sem passa ekki alveg við peysuna :)

Crochet Buttons

I didn’t have any matching buttons for a baby jacket I made… so I decided to make these :) Hope you do like them :)


You can use whatever you like but this is what I used:
Yarn: Ístex Kambgarn
Materials: crochet hook 2,5 mm (US: 1 1/2 B or C / UK: 12), tapestry needle, buttons: 10 mm.

ch = chain
sc = US: single crochet / UK: double crochet
hds = US: half-double crochet / UK:  half treble
sl st = slip stitch

Start with a adjustable ring (magic ring/loop). Leave the tail to be 10-15 cm (4-6 inches) long for sewing. 
Ch 2 (counts as first hdc), 7 hds around the magic loop and the tail. (8 hds)


Pull the tail to snug up the middle, join with 1 sl st to first hdc.


2 sc in each hdc (ch 1 as first sc) , join with 1 sl st in first sc. (16 sc)



Put the tail from the magic ring through the button (pull to snug up the middle).



sl st in about 3rd sc. Push the button in.


Cut and leave the end to be 10-15 cm (4-6 inches) long for sewing.


Use the tapestry needle and sew across the loops to close the gap mostly.


Then your button should be ready to be sewed on whatever you like :)




Maybe it would be nicer to use thinner yarn and smaller needle and buttons... but I like these better than buttons that don't match the baby jacket :)

6. mars 2011

Hekluð húfa með blómi

Var bara að klára að hekla þessa húfu... og gat ekki beðið með að taka myndir til morguns þannig að þær eru svolítið dökkar og liturinn skilar sér ekki alveg ;) Kanturinn og blómið er reyndar ekki í uppskriftinni en mér fannst vanta kant og svo er blómið eins og á eyrnaböndunum.

Hekluð húfa með blómi


Hekluð húfa með blómi

Garn: Garnstudio DROPS Eskimo
Heklunál: 7,0 mm og 8,0 mm kantur og blóm
Uppskrift: http://www.garnstudio.com/lang/us/pattern.php?id=212&lang=us

1. mars 2011

Lopapeysa handa Ísabellu

Var að klára lopapeysuna Loka frá Raggaknits (Knitting Iceland) en hún er prjónuð ofan frá sem ég tel að sé nú eina rétta leiðin til að prjóna lopapeysu... ekkert mál að síkka t.d. ermarnar :) Ísabella frænka er sjö ára í dag eða reyndar 29. febrúar og fær hún peysuna í afmælisgjöf en hún valdi sjálf litina og tölurnar.

Lopapeysa - Loki - Knitting Iceland

Lopapeysan Loki - mynsturbekkurinn

Ég prjónaði stærð fyrir sex ára en ég prjóna greinilega aðeins lausar en höfundurinn :) Mér fannst hún vera of stutt þannig að ég síkkaði hana miðað við uppgefna stærð.

Garn: Léttlopi
Prjónar: 3,5 og 4,5
Heklunál: 4,0
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/loki-20 (http://knittingiceland.is/2010/12/14/loki-a-free-pattern/?lang=is)