16. janúar 2012

Vettlingar úr afgöngum

Mér finnst svakalega sniðugt þegar verið er að nýta afganga í að prjóna vettlinga... ekki hefur nú veitt af því að vera með hlýja vettlinga að undanförnu :) Ég ákvað því að prjóna vettlinga úr afganginum af síðustu peysu og láta fylgja með peysunni. Þar sem ég hef nú ekki prjónað mikið af vettlingum og hef ekki módel við höndina til að máta þá fannst mér öruggara að finna mér uppskrift. Fann þessa ágætu uppskrift í fleiri prjónaperlum en ákvað samt að breyta aðeins mynstrinu.

Ég veit ég á það til að prjóna laust... nema heldur fastar í mynstrinu og vonandi verð ég einhvern tímann betri í því. En þessi vettlingauppskrift finnst mér samt einum of stór. Ég prjónaði stærð 6-9 ára og þeir passa á mig... og mér finnst þeir heldur of víðir meira að segja neðst. En ég bara græddi vettlinga á því ;)


Ég hafði reyndar prjónað aðra vettlinga úr þessari sömu bók og mér fannst þeir hefðu alveg mátt vera aðeins stærri fyrir minn smekk... :) Mér finnst nú varla taka því að gera prjónafestuprufur fyrir svona lítil stykki... enda ætti ekki að muna miklu þegar svona lítill hlutur er að ræða :) En ég þarf greinilega að fara að prjóna aðeins fastar ;)

Garn: Léttlopi
Prjónar: 3,5 og 4,5 mm
Uppskrift: Fleiri prjónaperlur

0 comments:

Skrifa ummæli